Æskulýðsmót á ís

17.02.2009
Æskulýðsmót á ís verður haldið á vegum LH í Skautahöllinni í Reykjavík á skírdag, 9. apríl. Afrakstur af mótinu rennur til æskulýðsstarfa innan LH. Keppt verður í unglinga- og ungmennaflokkum. Æskulýðsmót á ís verður haldið á vegum LH í Skautahöllinni í Reykjavík á skírdag, 9. apríl. Afrakstur af mótinu rennur til æskulýðsstarfa innan LH. Keppt verður í unglinga- og ungmennaflokkum. Hver knapi má keppa á tveimur hestum í forkeppni en þarf að velja annan hestinn komist báðir í úrslit. Skráningagjald 3.800. Skráningardagar eru frá 30. mars – 3. apríl. Fyrirkomulag skráningar verður auglýst síðar.

Keppt í eftirfarandi 2 flokkum:
unglingar 14-17 ára
ungmenni  18 – 21 ára (18 á árinu)
Riðin verða B úrslit

Miðasala fer eingöngu fram við inngang Skautahallarinnar. Miðaverð kr. 1000

Landssamband hestamannafélaga