Æskulýðsnefnd LH á Selfossi

15.03.2017

Fundaferð Æskulýðsnefndar LH heldur áfram og á laugardaginn var fudur á Suðurlandi og Sleipnir á Selfossi bauð heim. Fulltrúar fjögurra hestamannafélaga mættu og voru umræðurnar skemmtilegar og fróðlegt var að heyra um hvað æskulýðsstarfið snýst á hverjum stað fyrir sig. 

Tilgangur fundanna er að efla tengsl nefndarinnar við það fólk sem vinnur að og hefur áhuga á æskulýðsmálum í hestamannafélögunum, að kynna starfsemi nefndarinnar og ræða almennt um æskulýðsmál og það sem brennur á fólki.

Eins og fram kom á Landsþinginu í Stykkishólmi í haust mun áhersla sambandsins vera á nýliðun og æskulýðsmál og er þessi fundaferð liður í því. 

Æskulýðsnefnd LH

Fundir æsk
Helga B. Helgadóttir formaður æskulýðsnefndar LH kynnir Youth Camp í Belgíu í sumar.