Æskulýðsskýrslur

30.09.2015
Ungir Sprettarar / www.sprettarar.is

Nú er starfsár hestamannafélaganna farið að styttast í annan endann og þá er komið að skýrsluskilum hjá æskulýðsnefndum. En skýrslurnar eru mikilvægt verkfæri, bæði fyrir æskulýðsstarf félaganna, sem og fyrir LH og æskulýðsnefnd LH til að vega og meta æskulýðsstarf félaganna okkar. Nefndin fer ítarlega yfir allar innsendar skýrslur og velur í framhaldinu það félag sem hlýtur æskulýðbikarinn ár hvert.

Síðasti skiladagur er 23. október en við hvetum æskulýðsfulltrúa til að skila þeim inn sem fyrst. Á þessari slóð: http://www.lhhestar.is/is/aeskulydsmal/skyrslur má kynna sér eldri skýrslur. 

Innsendar skýrslur má senda inn á pdf eða word formi á netfangið lh@lhhestar.is eða hilda@lhhestar.is 

Nánari upplýsingar veitir Hilda Karen á skrifstofu LH á sömu netföng eða í síma 514 4030. 

Æskulýðsnefnd LH