Afgreiðsla stjórnar LH um metumsókn á Fáksvelli 27.maí 2017

26.07.2017
Konráð Valur og Kjarkur mynd tekin af Hestafréttum

Stjórn Landssambands hestamannafélaga tók á fundi sínum þann 24. Júlí 2017 til afgreiðslu metumsókn í 100 metra fljúgandi skeiði.  Mótið fór fram í Víðidal, mótssvæði Fáks, þann 27. maí 2017.  Knapinn var Konráð Valur Sveinsson á hestinum Kjarki frá Árbæjarhjáleigu og mældist tíminn 7,17 sekúndur.

Meirihluti stjórnar LH hafnar metumsókninni þar sem eftirtaldir annmarkar voru á framkvæmdinni.

Vindmælir var ekki notaður til vindmælinga.

Mælingar á brautinni til staðfestingar á lengd og hæð var tekin 4 dögum eftir að hlaup átti sér stað.  Ekki var hægt að staðfesta tíma með álestri úr tölvu þar sem búið var að taka tímatökubúnaðinn niður.

Áður hafði keppnisnefnd, sem er ráðgefandi fyrir stjórn, talið rétt að hafna metumsókninni.