Afmælishátíð Léttis

04.11.2008
Hestamannafélagið Léttir á Akureyri hélt upp á áttræðis afmæli sitt þann fimmta nóvember síðastliðinn. Boðið var upp á kaffi og kökur í hinni nýju reiðhöll félagsins og börnum leyft að fara á hestbak.Hestamannafélagið Léttir á Akureyri hélt upp á áttræðis afmæli sitt þann fimmta nóvember síðastliðinn. Boðið var upp á kaffi og kökur í hinni nýju reiðhöll félagsins og börnum leyft að fara á hestbak.Hestamannafélagið Léttir á Akureyri hélt upp á áttræðis afmæli sitt þann fimmta nóvember síðastliðinn. Boðið var upp á kaffi og kökur í hinni nýju reiðhöll félagsins og börnum leyft að fara á hestbak.

Næstkomandi laugardagskvöld, þann 15. Nóvember, verður svo bætt um betur og haldin heljarins afmælishátíð á Akureyri. Nánar tiltekið að Skipagötu 14 á fjórðu hæð. Þar verður í boði glæsilegt hlaðborð og skemmtiatriði. Meðal annars verður farið yfir sögu Léttis í máli og myndum. Kosinn verður knapi ársins hjá Létti og hesthúsbikarinn veittur. Hljómsveitin Í sjöunda himni leikur svo fyrir dansi. Miðar eru seldir í Líflandi og Fákasporti og kostar miðinn 4500 krónur. Ekki er tekið við kortum.

Stjórn Léttis hefur tilnefnt knapa í flokk íþróttaknapa.

Íþróttaknapar:

Anna Catharina Gros.
Baldvin Ari Guðlaugsson.
Guðmundur Karl Tryggvason.
Jón Björnsson.
Vignir Sigurðsson.
Þorbjörn Hreinn Matthiasson.

Efnilegasti knapi ungmenna:

Hildigunnur Sigurðardóttir.
Jón Herkovic.
Oddný Lára Guðnadóttir.
Skarphéðinn Ragnarsson.
Stefanía Árdís Árnadóttir.
Þóra Gunnarsdóttir.
Afmælisnefndin