Afrekshópur LH

01.04.2016

 

Afrekshópur Landssambands hestamannafélaga hittist nú á dögunum á 3 daga námskeiði. Stíf dagskrá var alla dagana þar sem meðal annars voru fyrirlestrar og verkleg og bókleg kennsla. Tilgangur verkefnisins er að búa unga knapa undir að takast á við stór verkefni á sviði hestamennskunnar bæði hér heima og á erlendum vettvangi. 

Páll Bragi Hólmarsson liðstjóri var mjög ánægður að námskeiði loknu og þakkar öllum sem komu að námskeiðinu og krökkunum sem voru greinilega mjög áhugasamir og metnaðarfullir knapar sem eiga framtíðina fyrir sér sem afrekssknapar.

En verkefnum afrekshópsins er þó ekki lokið en krakkarnir munu taka þátt í keppni í maí undir stjórn reiðkennara og hittast aftur í haust þar sem tekin verður æfingahelgi og farið verður yfir keppnistímabilið.