Afrekshópur LH 2018

26.01.2018
Arnar Bjarki Sigurðarson og Jóna Dís Bragadóttir.

Nú er búið að velja 16 knapa í afrekshóp LH. Starfsárið hófst með áhugaverðum fyrirlestri Dr. Viðars Halldórssonar í samvinnu við meistaradeild æskunnar. Þar kynnti hann verkefnið „Sýnum Karakter“ sem er átaksverkefni um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum. Fyrirlesturinn var vel sóttur og fylgdust einnig margir með á netinu. En fyrirlestrinum var streymt á facebooksíðu Landssambandsins.  

Í lok fyrirlestursins skrifuðu Jóna Dís Bragadóttir varaformaður LH og Arnar Bjarki Sigurðarson nýr liðstjóri afrekshóps LH undir verktakasamning.

Knapar í afrekshópi LH 2018 eru:

  • Arnar Máni Sigurjónsson
  • Atli Freyr Maríönnuson
  • Birta Ingadóttir
  • Bríet Guðmundsdóttir
  • Egill Már Þórsson
  • Glódís Rún Sigurðardóttir
  • Gyða Helgadóttir
  • Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir
  • Hákon Dan Ólafsson
  • Heiða Rún Sigurjónsdóttir
  • Katla Sif Snorradóttir
  • Kristófer Darri Sigurðsson
  • Rúna Tómasdóttir
  • Thelma Dögg Tómasdóttir
  • Viktoría Eik Elvarsdóttir
  • Ylfa Guðrún Svafarsdóttir