Afrekshópur LH á Hólum

07.11.2017

Afrekshópur LH lagði leið sína á Hóla í Hjaltadal síðustu helgi en það var siðasta vinnulota þessa starfsárs. Þar fékk hópurinn aðgang að hestum og kennurum Hólaskóla. Það voru þau Þórarinn Eymundsson, Anton Páll Níelsson, Inga María S. Jónínudóttir og Þorsteinn Björnsson reiðkennarar sem tóku móti hópnum og fóru með þeim yfir sætisæfingar, þjálfun með notkun fimiæfinga, söfnun og fleira. Þökkum við Hólaskóla kærlega fyrir gestristnina.

Mikil ánægja hefur verið meðal þátttakenda og aðstandenda verkefnissins. Á næstu vikum verður auglýst eftir nýjum þátttakendum í afrekshópinn en það þurfa allir að endurnýja sína umsókn. Aldurstakmarkið er 17-21 árs þ.e.a.s. síðsasta ár í unglingaflokki og á meðan keppt er í ungmennaflokki. Þið sem teljið ykkur eiga erindi í afrekshópinn endilega fylgist með auglýsingum á vefsíðu LH og facebook síðu LH á næstu vikum.