Afrekshópur LH – nokkur pláss laus

09.02.2017

Tilgangur verkefnisins er að búa unga knapa undir að takast á við stór verkefni á sviði hestamennskunnar bæði hér heima og á erlendum vettvangi. Stjórnandi hópsins er Páll Bragi Hólmarsson liðstjóri íslenska landsliðsins.
Gjaldgengir í hópinn eru knapar á aldrinum 17-21 árs, þ.e. knapar á síðasta ári í unglingaflokki + ungmennaflokkur. Einstakt tækifæri fyrir unga knapa til að bæta sig og byggja upp keppnishestinn sinn á markvissan hátt.

Í umsókn skulu koma fram allar grunnupplýsingar um umsækjandann, sem og lýsing á keppnisárangri undanfarin tvö keppnisár. Umsóknarfrestur er til og með 15.feb. 2017 og skulu umsóknir berast á netfangið austurkot@austurkot.is fyrir þann tíma.

Hér eru fyrirhugaðir kennsludagar afrekshópsins 2017:
Aðalkennarar verða Þórarinn Eymundsson og Olil Amble

18.-19. febrúar: Verkleg og bókleg reiðkennsla í Hestheimum - Þórarinn og Olil.
Fyrirlestur með Guðmundi Björgvinssyni.
Fyrirlestur og mat á járningu -  Sigurður Torfi járningameistari.

8.-9. apríl: Verkleg og bókleg reiðkennsla - Þórarinn og Olil.
Fyrirlestur um íþróttasálfræði, keppni og sýningartækni.

30. apríl sunnudagur: Riðið keppnisprógramm á hringvelli. Kennari Þórarinn. Íþróttadómari dæmir, prógrammið tekið upp á myndband. 
Reykjavíkurmótið byrjar 10.maí.

4. júní sunnudagur: Riðið keppnisprógramm á hringvelli. Kennari Þórarinn. Íþróttadómari dæmir, prógrammið tekið upp á myndband. 
Landsliðsúrtaka fyrir HM2017 byrjar 7.júní.

Hólar í Hjaltadal 27. -29.október: Verkleg og bókleg reiðkennsla. Kennari Þórarinn ásamt fleirum.

Kostnaðurinn fyrir öll ofantalin námskeið er 65.000kr samtals.
Innifalið í því er; verkleg og bókleg reiðkennsla ásamt fyrirlestrum og myndbandsupptökum.
 
Ath. að þetta eru drög að dagskrá hópsins og eitthvað af þessu getur breyst eða færst til, en þessar dagsetningar eiga að vera nokkuð öruggar.
Ætlast er til að mætt sé á alla viðburði hópsins nema að um veikindi sé að ræða. Við reiknum með að afrekshópurinn taki þátt í einhverjum viðburðum á vegum LH sem gæti hugsanlega verið sýningar af einhverju tagi, þáttaka í hestadögum eða öðru sambærilegu.

Páll Bragi veitir nánari upplýsingar um hópinn, s: 897-7788.
Nánari upplýsingar um greiðslu og greiðslufyrirkomulag má nálgast hjá skrifstofu LH, s: 514-4030.