Afsökunarbeiðni frá Þórði Þorgeirssyni

14.08.2009
Afsökunarbeiðni Frá barnæsku hefur hestamennskan veitt mér ómælda gleði. Þar hef ég eignast flesta af mínum bestu vinum. Í hestamennskunni liggur mitt ævistarf. Afsökunarbeiðni Frá barnæsku hefur hestamennskan veitt mér ómælda gleði. Þar hef ég eignast flesta af mínum bestu vinum. Í hestamennskunni liggur mitt ævistarf. Brottvikning mín úr landsliðinu í hestaíþróttum fyrir agabrot var mér og fjölskyldu minni erfið reynsla.

Eftir að hafa íhugað öll málsatvik fellst ég á að fyrirliði landsliðsins átti engan annan kost í stöðunni.

Það er mikilvægt fyrir ímynd hestamennskunnar á Íslandi og meðal annarra þjóða að fulltrúar Íslands komi þannig fram að sómi sé að, innan og utan keppnisvallar.

Þá er sá þáttur ekki síður mikilvægur sem snýr að þeim stóra hópi ungs fólks sem stundar hestamennsku af alúð og metnaði að hinir eldri geti verið þeim fyrirmynd.

Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi og væntumþykju frá hópi vina og kunningja. Fyrir það er ég þakklátur.

Ég bið trúnaðarmenn landsliðsins, hestamenn og aðra velunnara hestamennskunnar afsökunar á agabrotum mínum.

Reykjavík 14.ágúst 2009,

Þórður Þorgeirsson.