Áhorfendur heimilaðir á íþróttaviðburðum

01.02.2022

Með breyttum sóttvarnarreglum í íþróttastarfi er á ný leyfilegt að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. 

Fjöldi við æfingar og keppni er 50 manns.

Heimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum með allt að 500 manns í hverju hólfi að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: 

  • Allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum 
  • Viðhöfð sé 1 metra nálægðartakmörkun milli ótengdra gesta 
  • Allir gestir noti andlitsgrímu 
  • Gestir skulu beðnir um að halda kyrru fyrir í sætum sínum, ef hlé er gert á viðburði, sé þess kostur 

Hér er tengill á gildandi sóttvarnarreglur í hestaíþróttum sem gilda frá 29. janúar til 24. febrúar