Áhugamannadeild Spretts 2017

28.07.2016

 

Undirbúningur fyrir Áhugamannadeild Spretts 2017 er hafinn á fullu.   Síðastliðnar tvær keppnisraðir hafa heppnast mjög vel og erum við gífurlega þakklát keppendum, áhorfendum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum sem hafa komið að uppbyggingu deildarinnar. 

Nú í  ár gerðum við tilraun með að bæta inn nýrri keppnisgrein, Trekk, sem tókst mjög vel.  Um leið lengdist keppnistímabilið um 2 vikur.  Stjórn deildarinnar hefur ákveðið að Trekk verði ekki á dagskrá deildarinnar 2017 en greinarnar verða áfram fimm en á fjórum keppniskvöldum.

Fyrir keppnisárið 2017 hefur verið ákveðið að bæta við grein á næstsíðasta keppniskvöldinu. Þá verður keppt í tveimur greinum og að allir fimm knapar deildarinnar taka þátt.  Þrír knapar keppa í slaktaumatölti og tveir í flugskeiði gegnum höllina.   Að mati stjórnar deildarinnar skapast með þessu mikil spenna og í pottinum verða fjölmörg stig á einu kvöldi.

Tólf af fimmtán liðum Áhugamannadeildar Spretts 2016 hafa áunnið sér keppnisrétt fyrir árið 2017.

Það eru þrjú lið sem falla úr deildinni eftir keppnisárið 2016 skv. reglum deildarinnar  og eru það lið Norðurál/Einhamars, Kerckhart/Málning og Dalhóla.

Þau lið sem unnið hafa sér keppnisrétt verða að staðfesta við forsvarsmenn deildarinnar áframhaldandi þátttöku fyrir  22 ágúst 2017 ásamt liðskipan.  Hvert lið hefur fimm knapa.

Ný lið sem áhuga hafa á að koma í deildina þurfa að skila inn umsóknum fyrir 26 ágúst.  Umsókninni þurfa að fylgja staðfest nöfn fimm knapa liðsins.

Dregið verður úr umsóknum laugardaginn 3 september á  Metmótshelginni okkar í Spretti 2-4 september.  Tímasetning auglýst síðar. 

Þau lið sem falla úr deildinni 2016 geta sótt um aftur og fara í pottinn ásamt nýjum liðum sem sækja um. Það eru þrjú sæti laus í Áhugamannadeild Spretts 2017.

Umsóknir sendist á maggiben@sprettarar.is eða linda@cargo.fo fyrir 26 ágúst n.k.

Við bendum á reglur Áhugamannadeildar Spretts – liður 7 - um hvaða knapar hafa keppnisrétt í deildinni.

7. Keppendur í Áhugamannadeildinni – inngangsskilyrði

7.1.   Knapar sem keppa í áhugamannaflokkum

7.2   Knapar sem hafa ekki laun af tamningu eða þjálfun hesta þ.e.a.s. hafi hestamennsku sem   aðal atvinnugrein

7.3.  Knapar sem ekki hafa keppt í meistaraflokki seinustu 3 ár  eða keppt t.d.  í Meistaradeildinni.  Undantekin er keppni á Íslandsmóti þar sem einungis er keppt í einum flokki, meistaraflokki þ.e. knapar í áhugamannaflokkum (sem keppa venjulega í 1 og 2 flokki) sem keppa á Íslandsmóti hafa keppnisrétt í Áhugamannadeildinni.

7.4.  Lágmarksaldur keppenda í Áhugamannadeild er 22 ár.

7.5.  Stjórn Áhugamannadeildar Spretts hefur loka ákvörðunarvald um hvort knapar uppfylla inngangskilyrði

Dagsetningar móta 2017 hafa verið ákveðnar – með fyrirvara um niðurröðun greina.

Fimmtudagur 16 febrúar         :  4gangur

Fimmtudagur 2 mars               :  5gangur

Fimmtudagur 16 mars             :  Slaktaumatölt og flugskeið gegnum höllina

Fimmtudagur 30 mars             :  Tölt – lokamótið

Hvetjum hestamenn að safna saman í lið og sækja um í Áhugamannadeild Spretts 2017.