Áhugamannamót Íslands 2025

24.03.2025

Áhugamannamót Íslands 2025 verður haldið á félagssvæði Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði 20.-22. júní næstkomandi.

Með tilkomu nýrrar reiðhallar í Hafnarfirði er félagssvæði Sörlafélaga orðið hið glæsilegasta og öll aðstaða til fyrirmyndar fyrir hesta og menn.

Sörli mun einnig halda Íslandsmót barna og unglinga síðar í sumar ásamt því að Hafnarfjarðarmeistaramótið í maí er WR mót og því nóg um að vera í Firðinum fyrir allt hestafólk.

Reglugerðin um Áhugamannamót Íslands var á landsþingi LH í haust rýmkuð talsvert og forsendur mótsins því opnari en áður og vonir standa til þess að mótið verði haldið með miklum myndarbrag og að það nái almennilegu flugi.

Á Áhugamannamóti Íslands verður keppt í 1. 2. og 3. flokki og þátttökurétt á mótinu hafa allir knapar 22 ára og eldri sem ekki hafa keppt í meistaraflokki á WR mótum á síðastliðnum þremur árum.