Aldrei fleiri dómar frá upphafi

17.10.2008
2059 kynbótadómar voru framdir á yfirstandandi sýningarári, 2008. Er það mesi fjöldi dóma frá upphafi. Alls voru 1834 fullnaðardómar kveðnir upp. Dæmd voru1509 hross. Þannig að þrjátíu prósent hrossanna voru endursýnd, það er að segja: komu oftar en einu sinni til dóms á árinu. 2059 kynbótadómar voru framdir á yfirstandandi sýningarári, 2008. Er það mesi fjöldi dóma frá upphafi. Alls voru 1834 fullnaðardómar kveðnir upp. Dæmd voru1509 hross. Þannig að þrjátíu prósent hrossanna voru endursýnd, það er að segja: komu oftar en einu sinni til dóms á árinu. 2059 kynbótadómar voru framdir á yfirstandandi sýningarári, 2008. Er það mesi fjöldi dóma frá upphafi. Alls voru 1834 fullnaðardómar kveðnir upp. Dæmd voru1509 hross. Þannig að þrjátíu prósent hrossanna voru endursýnd, það er að segja: komu oftar en einu sinni til dóms á árinu. Þetta kom fram í skýrslu Guðlaugs Antonssonar á haustfundi Hrossaræktarsamtaka Suðurlands í Þingborg í gærkvöldi.

Langflestir dómar voru framdir í Hafnarfirði, eða 595. Héraðssýning kynbótahrossa á Sörlastöðum er því orðin stærsta kynbótasýning íslenskra hrossa frá upphafi. Suðurland er langstærst í fjölda sýndra kynbótahrossa. Þar voru sýndi 264 hross eða 61,4% allra sýndra hrossa.

Tvisvar áður hafa verið sýnd fleiri hross á ári en nú. Árið 2000 voru sýnd 1578 hross, og árið 2002 voru sýnd 1510 hross.

Á myndinni er Seiður frá Flugumýri II, knapi Mette Mannseth. Ljósm:JE