Álfur og Álfadrottning

28.05.2009
Álfadrottning frá Austurkoti. Knapi Páll Bragi Hólmarsson.
Fyrsta afkvæmi Álfs frá Selfossi kom í dóma á Sörlastöðum í gær. Það var hryssan Álfadrottning frá Austurkoti, fjögra vetra. Hún er undan Snæfríði frá Þóreyjarnúpi, Skinfaxadóttur frá Þóreyjarnúpi. Fyrsta afkvæmi Álfs frá Selfossi kom í dóma á Sörlastöðum í gær. Það var hryssan Álfadrottning frá Austurkoti, fjögra vetra. Hún er undan Snæfríði frá Þóreyjarnúpi, Skinfaxadóttur frá Þóreyjarnúpi.

Álfadrottning fékk prýðilegan dóm fyrir sköpulag, meðaleinkunn 8,21, þar af 9,0 fyrir háls og herðar. Hún er efnileg klárhryssa með 8,5 fyrir tölt en ennþá óstöðug á brokki, 7,5. Vilji og fegurð 8,5. Fleiri afkvæmi Álfs eru væntanleg í dóm og verður fróðlegt að sjá hverju fram vindur. Upphafið lofar góðu. Eigendur og ræktendur Álfadrottningar eru Páll Bragi Hólmarsson og Hugrún Jóhannsdóttir í Austurkoti.