Allir í Felix – Rafræn skil á mótaskýrslum

06.11.2008
Öll hestamannafélög í LH skulu eftirleiðis skrá félagatal sitt í FELIX, sem er skráningarkerfi ÍSÍ. Flestöll hestamannafélögin hafa þegar tekið FELIX í sína þjónustu en nú er það sem sagt orðin skylda.Öll hestamannafélög í LH skulu eftirleiðis skrá félagatal sitt í FELIX, sem er skráningarkerfi ÍSÍ. Flestöll hestamannafélögin hafa þegar tekið FELIX í sína þjónustu en nú er það sem sagt orðin skylda.Öll hestamannafélög í LH skulu eftirleiðis skrá félagatal sitt í FELIX, sem er skráningarkerfi ÍSÍ. Flestöll hestamannafélögin hafa þegar tekið FELIX í sína þjónustu en nú er það sem sagt orðin skylda.

Landsþing LH 2008 á Kirkjubæjarklaustri samþykkti tillögu tölvunefndar LH um að hnykkja á þessu atriði. Mun það að mati nefndarinnar einfalda utanumhald félagaskráa hestamannafélaganna og tryggja að réttar upplýsingar séu skráðar í Mótafeng.

Einnig var samþykkt tillaga tölvunefndar um að leyft verði að skila mótaskýrslum og skýrslum dómnefnda á tölvutæku formi. Fram að þessu hafa félögin þurftu að skila útprentaðri og undirritaðri mótaskýrlsu inn til LH. Gera verður breytingar á Mótafeng og Kappa svo að hægt sé að skila skýrslunum rafrænt. Væntanlega verður það mál í höfn fyrir vorið.