Allra sterkustu 1. maí - takið daginn frá!

20.04.2021

Allra sterkustu styrktarmót landsliðs Íslands í hestaíþróttum fer fram laugardaginn 1. maí á degi íslenska hestsins í Samskipahöllinni Spretti.

Keppt verður í tölti, fjórgangi og fimmgangi, sex landsliðsknapar í hverri grein, tveir inná í einu og tveir efstu mætast í einvígi í úrslitum. Á milli greina verða sýndir stóðhestar og kynbótahryssur auk sýningaratriða frá U21-landsliðshópnum.

ATH takmarkaður miðafjöldi, í boði verða allt að 200 miðar í sal. Fyrstur kemur fyrstur fær, miðasala auglýst síðar.

Stóðhestaveltan verður á sínum stað en eigendur hátt dæmdra stóðhesta hafa gefið toll til stuðnings íslenska landsliðinu. Verðið á tollinum er 45.000 kr. og verða þeir settir í sölu á netinu á hádegi föstudaginn 30. apríl, nánar auglýst síðar.

Fyrir þá sem ekki ná miðum í salinn verður mótinu streymt á Alendis.

Þetta er helsta fjáröflunarverkefni íslenska landsliðsins í hestaíþróttum á hverju ári og leggur grunninn að starfi og undirbúningi liðsins fyrir HM.