Almenn ánægja með opin fund

16.09.2010
Opin fundur um stöðu smitandi hósta fór fram síðastliðinn þriðjudag, 14.sept. ÍSÍ húsinu í Laugardal. Fyrirlesarar voru þau Vilhjálmur Svansson veirufræðingur, Eggert Gunnarsson bakteríufræðingur og Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma. Opin fundur um stöðu smitandi hósta fór fram síðastliðinn þriðjudag, 14.sept. ÍSÍ húsinu í Laugardal. Fyrirlesarar voru þau Vilhjálmur Svansson veirufræðingur, Eggert Gunnarsson bakteríufræðingur og Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma. Erindi fyrirlesara voru skýr og greinargóð. Þau sögðu frá upphafi veikinnar og hvernig hún hefur þróast. Vilhjálmur greindi ítarlega frá veirum, hvaða veirur hafa borist hingað til lands og hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á veirum. Hann greindi einnig frá því að þær tilraunir sem framkvæmdar hafa verið í sambandi við smitandi hósta leiddu í ljós að frumorsök veikinnar væri ekki vegna veirusýkingar. Eggert greindi frá því að það væri bakterían Streptococcus Zooepidemicus sem væri orsakavaldur að smitandi hósta í hrossum. Hann greindi einnig frá því að hross taka meðhöndlun með pensilíni  yfirhöfuð vel. Sigríður hvatti hestamenn eindregið að hafa mjög gott eftirlit með hrossum sínum og þá sérstakalega með folöldum. Hún sagði að taka þyrfti veik hross frá heilbrigðum hrossum og meðhöndla þau strax.

Útflutningur á hrossum er hafin að nýju en menn þurfa að fylgja ströngum fyrirmælum MAST um heimasóttkví fyrir útflutning á hrossum.

Fjöldi fólks mætti á fundinn og var almenn ánægja með greinargóða fyrirlestra fyrirlesaranna.