Almennt námskeið í Gusti

05.01.2012
Almennt reiðnámskeið hefst 20. janúar og kennari verður Jelena Ohm. Þetta námskeið er bæði fyrir þá sem eru vanir sem og þá sem hafa minni reynslu. Almennt reiðnámskeið hefst 20. janúar og kennari verður Jelena Ohm. Þetta námskeið er bæði fyrir þá sem eru vanir sem og þá sem hafa minni reynslu.

Námskeiðið byrjar á helgarnámskeiði, á föstudeginum verður unnið í hópum, á laugardeginum fær hver og einn einkatíma og á sunnudeginum verða tveir og tveir saman í hóp. Rúmri viku seinna, á miðvikudegi verður næsti tími og svo vikulega eftir það út febrúar.

Það verða hámark 4 í tíma og því hægt að kenna á forsendum hvers og eins.

Skráning fer fram undir val liðnum skráning á heimasíðu Gusts eða með því að smella hér
http://gustarar.is/skraning.aspx?mode=add