ALP/GÁK mótið í Gusti

20.04.2009
Hið árlega opna töltmót ALP/GÁK fyrir unga fókið fer að venju fram á sumardaginn fyrsta, 23. apríl nk. í reiðhöll Gusts í Glaðheimum í Kópavogi. Keppt er í hefðbundinni töltkeppni í flokkum barna, unglinga og ungmenna. Hið árlega opna töltmót ALP/GÁK fyrir unga fókið fer að venju fram á sumardaginn fyrsta, 23. apríl nk. í reiðhöll Gusts í Glaðheimum í Kópavogi. Keppt er í hefðbundinni töltkeppni í flokkum barna, unglinga og ungmenna.
 
Skráning fer eingöngu fram á vefnum www.gustarar.is og er hún hafin og mun standa fram á miðnætti nk. þriðjudag, 21. apríl. Með því að smella á "Skráning" í valborðanum efst á síðunni opnast skráningin og þarf að slá inn kt. keppanda fyrst til að komast lengra. Ganga þarf frá greiðslu með greiðslukorti samhliða. Skráningargjald er kr. 2.000 per hest. Leyfilegt er að skrá fleiri en einn hest til keppni, en komi keppandi fleiri en einum í úrslit skal velja einn hest til úrslitakeppninnar.
 
Mótið hefst kl. 14 og á sama tíma verður hið árlega kaffihlaðborð kvennadeildar Gusts opið í veitingasalnum og því tilvalið að skella sér í Glaðheima, fá sér kaffi og fylgjast með unga fólkinu spreyta sig í keppni á gæðingum sínum.

Allir velkomnir!