Alþjóðlegi Ólympíudagurinn

23.06.2010
Alþjóðlegi Ólympíudagurinn verður haldinn hátíðlegur um allan heim þann 23. júní. Þennan dag árið 1894 var Alþjóðaólympíunefndin stofnuð. Alþjóðlegi Ólympíudagurinn verður haldinn hátíðlegur um allan heim þann 23. júní. Þennan dag árið 1894 var Alþjóðaólympíunefndin stofnuð. Þetta er því sérstakur dagur í sögu íþrótta og er markmiðið að bjóða fólki að koma saman, hreyfa sig, læra nýjar íþróttagreinar og kynnast ólympískum hugsjónum og gildum. Ólympísku gildin eru; að ávallt gera sitt besta, sýna vináttu og virðingu.

Í tilefni dagsins standa ÍSÍ og Ólympíufjölskylda ÍSÍ (Sjóvá, Íslandsbanki, Valitor Visa og Icelandair) að dagskrá sem hefst kl:13.00 í Egilshöll og lýkur við Laugardalslaugina kl:22:00 með Miðnæturhlaupinu.

Dagskráin er fjölbreytt; íþróttaþrautir Fjölnis í Egilshöll, stefnt að því að bæta íslandsmetið (500 manns) í að mynda ólympíuhringina, Ólympíufarar verða á staðnum. Síðan verður hægt að hita upp fyrir Miðnæturhlaupið í Laugardalnum frá kl:20:00 með því að prófa: hafnarbolta, hjólaskíði, skylmingar og sundknattleik (sýningarleikur). Ólympíudagurinn er ætlaður öllum, óháð íþróttalegri getu. Meginþemu í tengslum við daginn eru þrjú – hreyfing, lærdómur og uppgötvun.


Frekari upplýsingar um dagskrána er að finna með því að smella hér og á heimasíðu ÍSÍ ww.isi.is