Andvari leiðir í Bikarkeppninni

14.02.2009
Bikarkeppni hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu hófst með látum í reiðhöll Gusts í gærkvöldi. Húsið var fullt og mikil stemming þar sem hestamenn hvöttu sitt fólk til dáða með ýmsum leiðum. Í þessu fyrsta móti af þremur var keppt í þrígangi þar sem sýnt var fegurðartölt, brokk og hægt stökk. Bikarkeppni hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu hófst með látum í reiðhöll Gusts í gærkvöldi. Húsið var fullt og mikil stemming þar sem hestamenn hvöttu sitt fólk til dáða með ýmsum leiðum. Í þessu fyrsta móti af þremur var keppt í þrígangi þar sem sýnt var fegurðartölt, brokk og hægt stökk. Hvert félag sendi þrjá keppendur til leiks, en alls taka sjö félög þátt í keppninni. Keppnin var mjög jöfn og spennandi og litlu munaði á úrslitahestunum en niðurstöðurnar urðu eftirfarandi:
 
1. Skúli Þór Jóhannsson, Sörla, á Urði frá Ytri Skógum 6.93 / 7.28
2. Teitur Árnason, Fáki, á Vála frá Vestmannaeyjum 6.97 / 7.22
3. Þórir Ásmundsson, Mána, á Astró frá Heiðarbrún 6.87 / 7.06
4. Erla Guðný Gylfadóttir, Andvara, á Hrefnu frá Dallandi 7.00 / 7.00
5. Ragnheiður Þorvaldsdóttir, Herði, á Hrafnagaldri frá Hvítárholti 6.87 / 6.89
 
Stigakeppni félaganna:
Andvari 12 stig
Fákur 10 stig
Sörli 8 stig
Máni 6 stig
Hörður 5 stig
Gustur 3 stig
Sóti 3 stig
 
Besta stuðningsmannaliðið þetta kvöldið var valið lið Mána á Suðurnesjum, en þeir fjölmenntu uppáklæddir og syngjandi og vöktu mikla lukku. Næstir í valinu komu Fáksmenn og svo Sótamenn.
Næsta mót í bikarkeppninni fer fram í hinni nýju glæsilegu Mánahöll í Keflavík eftir hálfan mánuð. Tilvalið að renna suðureftir og skoða glæsilegt mannvirki og styðja sitt lið.