Áramótin nálgast

26.11.2015

 

Um næstu áramót verða margir ferfættir vinir okkar, og hestar þar á meðal, skelfingu lostin yfir flugeldum, og flugeldahljóðum sem þeir þekkja ekki og halda að séu kannski mjög hættuleg. Þetta getur leitt af sér miklar þjáningar.

Það er til leið til að venja hesta og önnur dýr á þessi hljóð þannig að þau séu ekki lengur skelfileg, eða skipti jafnvel engu máli. Það er erfiðara að vinna með hesta en smærri gæludýr inni á heimilum, m.a. vegna stærðar hestanna, híbýla þeirra, og þess að þeir eru yfirleitt saman nokkrir í hóp frekar en einn. En það er samt hægt í flestum tilvikum.

Mig langar að bjóða þér og öllum sem þú þekkir að skoða síðuna www.flugeldahljod.com með ókeypis hljóðskrám og leiðbeiningum um hvernig þetta er gert , og nota þessa lausn fyrir áramótin. Þetta er án endurgjalds, en mig langar að fá að vita eftir á hvernig þetta gekk fyrir sig. Engar aðrar skuldbindingar. Ég hef nú þegar fengið ágæt viðbrögð við síðunni.

Þetta er á ágætum tíma í dag, góður tími til að byrja. Þú þarft aðeins að hafa viðeigandi hljómtæki og tíma.Hestar eru að jafnaði fljótari að venjast á svona hljóð en t.d. hundar eru. Það er kostur. En best er að byrja strax.

Ef þér líst á þetta máttu mjög gjarnan láta aðra vita svo þau geti e.t.v. líka hjálpað sínum hestum, eða annars konar gæludýrum. Mér þætti gott að sem flestir geti nýtt sér þetta (til þess er leikurinn gerður). Því fyrr því betra því best er að byrja strax þar sem þetta getur tekið tíma, en mis mikinn milli “einstaklinga” meðal dýra.

Margir hestaeigendur venja hestinn á ýmiskonar áreiti. Samt eru ekki til margar vörur með hljóðum fyrir hesta sem ég hef séð. Til viðbótar við flugeldahljóðin býðst hestaeigendum að kaupa 12 hljóða CD disk sem er með viðbótarhljóðum til að venja hesta á og gera þá vonandi öruggari í útreiðartúrum. Þetta eru umferðar, mótorhjóla, bílflautu, sírenu, fánastanga og hundahljóð, (svo lengi sem vara er til).

Ég ætla ekki að hafa fleiri orð. Slóðin á vefinn er www.flugeldahljod.com.

Hefurðu áhuga? (Vonandi).

Taktu þá þessi skref:

1 . Farðu á vefinn www.flugeldahljod.com. Veldu hestatengilinn og skráðu þig á póstlistann (þú getur líka valið einhverja gæludýrategundina ef þú átt slíka og vilt vinna með það líka). Þú færð aðeins fáeina pósta tengda þessu, hvatningu og ráð, og loks spurningar í janúar svo ég geti fengið upplýsingar um hvernig þetta gekk.
2 . Þú færð beint aðgang að lausnasíðum. Þar velur þú milli hefðbundinnar eða nýrrar, eftir að þú hefur kynnt þér hvað er hvað.
3 . Svo getur þú hlaðið niður MP3 hljóðskrám. Þær geturðu spilað í hljómtækjum sem þú tengir tölvu, spjald, eða mp3 spilara við. Þú getur notað skrárnar til að brenna CD disk(a), eða fengið einhvern til þess. Eins býð ég þá þjónustu að fólk getur fengið disk(a) hjá mér.
4 . Leiðbeiningar eru á síðunni. Það er mikilvægt að kynna sér þær, því að þótt þetta sé einfalt ferli eru samt atriði sem þarf að hafa í huga. Það er hægt að gera þetta rangt.
5 . Hafðu samband við aðra, deildu síðunni á Facebook eða Twitter, eða sendu tölvupósta til að segja öðrum frá Flugeldahljod.com, í tíma.

Kveðja,

Sverrir Sv. Sigurðarson, Flugeldahljod.com

postur@flugeldahljod.com

sími 773 7100 / 864 0023