Arna Ýr Guðnadóttir „Bjartasta vonin“

05.12.2011
Arna Ýr með verðlaun sín. Við hlið hennar stendur Rúnar Sigurðsson starfandi formaður Fáks. Mynd : JFH
Á uppskeruhátíð Fáks er venja að heiðra ungan og efnilegan knapa úr röðum ungmenna og fær sá knapi að bera titilinn "Bjartasta vonin" næsta árið. Á uppskeruhátíð Fáks er venja að heiðra ungan og efnilegan knapa úr röðum ungmenna og fær sá knapi að bera titilinn "Bjartasta vonin" næsta árið.
Knapi sem sýnir góða ástundun, nær góðum keppnisárangri og sýnir íþróttamannslega framkomu, bæði á keppnisvellinum og utan hans. Það kom engum á óvart að Arna Ýr Guðnadóttir skyldi hljóta titilinn í ár en kannski má segja er hún sé hætt að vera efnileg því hún sannaði það í sumar að hún er orðin flinkur og fær knapi.

Arna Ýr náði frábærum árangri í ár og vann hún það frækilega afrek að landa Íslandsmeistaratitlum  í tölti, fjórgangi og var einnig samanlagður sigurvegari í fjórgangsgreinum í ungmennaflokki.  Til hamingju með það Arna Ýr og það er alveg ljóst að sigurganga hennar á keppnisvellinum er rétt að byrja.

Keppnisárangur Örnu Ýrar 2011:

Íslandsmót yngri flokka
Ungmennaflokkur
Tölt 1 sæti    Íslandsmeistari
4-g  1 sæti    Íslandsmeistari
Samanlagður sigurvegari í 4-g greinum Íslandsmeistari
Fimi 3 sæti

Reykjavíkurmeistaramót
Ungmennaflokkur
Tölt 1 sæti    Reykjavíkurmeistari
4-g 2-3 sæti    Reykjavíkurmeistari

Landsmót
Ungmennaflokkur
B-úrslit 13 sæti

Gæðingamót Fáks
Ungmennaflokkur
A-úrslit 7 sæti

Suðurlandsmót
Ungmennaflokkur
Tölt 3 sæti
4-g 7 sæti

Minni mót
Barkamótið í Reiðhöllinni í Víðidal
Opinn flokkur tölt (fullorðnir)
1 sæti

Bleika töltið í Reiðhöllini í Víðidal
Opinn flokkur tölt (fullorðnir konur)
1 sæti


Arna Ýr Guðnadóttir og Fylkir frá Fróni
Líflandsmót í Reiðhöllinni í Víðidal
Ungmennaflokkur
Fjórgangur 1 sæti

Íþróttamót Harðar
Ungmennaflokkur
Fjórgangur 4 sæti