Árni Björn kemur með Skímu

21.03.2016
Árni Björn og Skíma / meistaradeild.is

Nú styttist í töltveislu „Þeirra allra sterkustu“, þar sem sterkustu töltarar landsins etja kappi. Þetta verður sannkölluð veisla líkt og fyrri ár með glæsilegum pörum, happdrætti og stóðhestaveltu sem gerði afar góða hluti fyrir ári síðan.

Landsliðsknapar ætla að heiðra okkur með sýningaratriði og glæsilegir stóðhestar verða kynntir. Viðburðurinn verður á laugardaginn, 26. mars í Samskipahöllinni, Kópavogi. Húsið opnar kl. 18:00. 

Margir spennandi hestar og knapar eru skráðir til leiks og má þar á meðal nefna þessa:

  • Árni Björn Pálsson á Skímu frá Kvistum (sigruðu T2 og gæðingafimi í Meistaradeildinni um daginn)
  • Viðar Ingólfsson á Von frá Ey 1
  • Siguroddur Pétursson á Stegg frá Hrísdal (sigruðu töltið í KB mótaröðinni um daginn)
  • Jakob Svavar Sigurðsson á Júlíu frá Hamarsey (8,07 forkeppni á Íslandsmóti)
  • Teitur Árnason á Kúnst frá Ytri-Skógum (sigrarði töltið á Svínavatni um daginn)
  • Hans Þór Hilmarsson á Sybil frá Torfastöðum
  • Sigurbjörn Bárðarson á Frétt frá Oddhóli
  • Bergur Jónsson og Katla frá Ketilsstöðum (3. sæti í T2 í Meistaradeildinni um daginn)

Miðar fást í Líflandi Lynghálsi, Top Reiter Ögurhvarfi og í verslun Baldvins og Þorvaldar á Selfossi. Miðinn kostar kr. 3.500.

Tilboð í miðasölu eru þessi:
• 1 aðgöngumiði + 2 happdrættismiði = 5.000 kr.
• 6 happdrættismiðar = 4.000 kr.

Happdrættisvinningarnir eru glæsilegir og þakkar landsliðsnefnd þeim er leggja til vinningana kærlega fyrir veglega þátttöku í verkefnum landsliðsins.

Meðal vinninga eru:
Folatollur undir Óm frá Kvistum
Folatollur undir Sigur frá Stóra-Vatnsskarði
Hjónapassi á Landsmót hestamanna
Reflect ábreiða frá Hrímni
Steðji frá PON
iittala vasi frá Ásbirni Ólafssyni
Lopapeysa frá Frú Pálínu

Einnig viljum við minna á Stóðhestaveltuna – allir hagnast! Aðeins KR. 25.000 hver tollur.

Rétt er að benda á að vert er að tryggja sér miða hið fyrsta þar sem oftar en ekki hefur selst upp á þennan magnaða viðburð!

Sjáumst í Samskipahöllinni næstkomandi laugardag!
Landsliðsnefnd LH