Áskorun til mótshaldara

18.05.2021

Keppnisnefnd LH beinir þeim eindregnu tilmælum til mótshaldara að milli atriða í úrslitum séu lesnar allar tölur dómara eins og hefð er fyrir en ekki einungis samtalan.

Borið hefur á því á mótum undanfarið að ekki hefur verið farið eftir þessari hefð og taka úrslitin því mjög fljótt af því hléin á milli gangtegunda eru örstutt.  Þessi talnalestur er tækifærið fyrir hestana til að anda og jafna sig á milli gangtegunda og í krefjandi keppni veitir ekki af. 

Einnig beinir stjórn LH þeim tilmælum til mótshaldara að stilla hljóðstyrk í hljóðkerfum á mótsstað í hóf.

Höfum heilsu og velferð hestsins að leiðarljósi.