Átök Þorkels og Sveins á ráðstefnu um Sauðárkrókshrossin

11.03.2009
Bjarni Þorkelsson á Þóroddsstöðum.
Um hvað tókust þeir á, Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðurnautur, og Sveinn Guðmundsson, hrossaræktarmaður á Sauðárkróki? Á ráðstefnu um Sauðárkrókshrossin, sem haldin verður á Sauðárkróki laugardaginn 21. mars, mun Bjarni Þorkelsson á Þóroddsstöðum rýna í samskipti og átök þessara stórskipa í íslenskri hrossaræktarsögu. Um hvað tókust þeir á, Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðurnautur, og Sveinn Guðmundsson, hrossaræktarmaður á Sauðárkróki? Á ráðstefnu um Sauðárkrókshrossin, sem haldin verður á Sauðárkróki laugardaginn 21. mars, mun Bjarni Þorkelsson á Þóroddsstöðum rýna í samskipti og átök þessara stórskipa í íslenskri hrossaræktarsögu.

„Það efni sem ég mun fjalla um er að mestu leyti nýtt og hefur ekki komið fram opinberlega áður, þótt þar sé skeggið skylt hökunni,“ segir Bjarni. „Ég er með í smíðum ævisögu föður míns, Þorkels Bjarnasonar, og mun í mínum fyrirlestrinum vitna að langmestu leyti í það sem ég á skrifað eftir honum í þessari bók. Þar fjallar hann tæpitungulaust um kosti og galla Sauðárkrókshrossanna og samskipti þeirra Sveins, sem voru ekki alltaf átakalaus eins og margir vita. Ég mun hafa formála og eftirmála að fyrirlestrinum, en hryggjarstykkið í honum verður bein tilvitnun í föður minn.“

Skráning á ráðstefnuna um Sauðárkrókshrossin er hafin. Hægt er að skrá sig á netfangið: sogusetur@sogusetur.is, eða í síma 455-6345 og 896-2339.