Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sýna hestamennskunni aukin áhuga

22.05.2015

 

Forsvarsmenn LH og FHB áttu góðan fund með fulltrúum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins síðastliðin mánudag. Lárus Ástmar Hannesson formaður LH, Jóna Dís Bragadóttir varaformaður LH, Sveinn Steinarsson formaður FHB, Pjetur N. Pjetursson formaður landsliðsnefndar og Helga B. Helgadóttir formaður æskulýðsnefndar LH settust niður með fulltrúum ráðuneytisins og kynntu starfsemi LH og FHB. Fundurinn var afar vel heppnaður og sköpuðust miklar umræður um hestamennskuna í landinu. Fulltrúar ráðuneytisins voru afar ánægð með hversu samstillt félög innan hestamennskunnar eru orðin og eru því afar bjartsýn um framtíð hestamennskunnar.

LH fagnar öllum sem styðja við bakið á okkur hestamönnum og erum við því afar þakklát og bjartsýn um framtíð þessa samstarfs.