Auðsholtshjáleiga ræktunarbú ársins

10.11.2008
Auðsholtshjáleiga, Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir, er ræktunarbú ársins 2008. Er þetta í fjórða sinn sem búið hlýtur þennan titil. Ekkert annað bú hefur fengið titilinn jafnoft. Áður fékk búið titilinn 1999, 2003 og 2006.Auðsholtshjáleiga, Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir, er ræktunarbú ársins 2008. Er þetta í fjórða sinn sem búið hlýtur þennan titil. Ekkert annað bú hefur fengið titilinn jafnoft. Áður fékk búið titilinn 1999, 2003 og 2006.Auðsholtshjáleiga, Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir, er ræktunarbú ársins 2008. Er þetta í fjórða sinn sem búið hlýtur þennan titil. Ekkert annað bú hefur fengið titilinn jafnoft. Áður fékk búið titilinn 1999, 2003 og 2006.

Sýnd voru yfir tuttugu kynbótahross frá Auðsholtshjáleigu á árinu. Meðaleinkunn þeirra er 8,04. Aldur 5,3 ár. Árangur Gunnars og Kristbjargar er afar góður miðað við ungan aldur búsins. Ræktunin hefur ekki ennþá náð tvítugsaldrinum. Stóðhesturinn Orri frá Þúfu er ennþá þungamiðjan í ræktuninni. Þar eru líka fyrirferðamiklir í baklandinu Hrafn frá Holtsmúla og Ófeigur frá Flugumýri.

Helsta flaggskip búsins í yngri stóðhestum er Gári frá Auðsholtshjáleigu, sonur Orra frá Þúfu og Limru frá Laugarvatni. Hann varð efstur fyrstu verðlauna stóðhesta fyrir afkvæmi á LM2008 og er efstur í sínum flokki í kynbótamati WorldFengs 2008.

Á myndinni eru Kristbjörg og Gunnar með börnum sínum, Eyvindi Hrannari og Þórdísi Erlu.