Bergur og Katla voru allra sterkust

15.04.2017
Bergur og Katla voru allra sterkust!

Bergur Jónsson og Katla frá Ketilsstöðum voru "allra sterkasta" parið í töltkeppni kvöldsins. Þau báru sigur úr býtum með 8,61 í einkunn. Annar var Jakob Svavar Sigurðsson á Júlíu frá Hamarsey með 8,33. Þriðja varð síðan Elín Holst með Frama frá Ketilsstöðum með 7,94. 

Skeiðið var spennandi þó misjafnlega hafi gengið að leggja, og stóð Hans Þór Hilmarsson uppi sem sigurvegari á Össu frá Bjarnarhöfn á tímanum 5,49 sek. Annar varð Sigursteinn Sumarliðason á Bínu frá Vatnsholti á 5,73 sek og þriðji Bergur Jónsson á Segli frá Halldórsstöðum á 5,80.

  1. Hans Þór Hilmarsson / Assa frá Bjarnarhöfn 5,49
  2. Sigursteinn Sumarliðason / Bína frá Vatnsholti 5,73 
  3. Bergur Jónsson / Segull frá Halldórsstöðum 5,80

Úrslit í tölti

  1. Bergur Jónsson / Katla frá Ketilsstöðum 8,61
  2. Jakob Svavar Sigurðsson / Júlía frá Hamarsey 8,33
  3. Elin Holst / Frami frá Ketilsstöðum 7,94
  4. Siguroddur Pétursson / Ævar Örn Guðjónsson 7,67
  5. Ragnhildur Haraldsdóttir / Gleði frá Steinnesi 7,56
  6. Freyja Amble Gísladóttir / Álfastjarna frá Syðri-Gegnishólum  0,00 - hætti keppni

Kvöldið var glæsilegt í alla staði og vill landsliðsnefnd LH þakka öllum þeim er lögðu hönd á plóginn við að gera þetta fjáröflunarverkefni nefndarinnar að frábæru verkefni: 

Samstarfsaðilar LH:
Lífland
VÍS
Icelandair Cargo
Blue Lagoon
Hringdu
Úrval Útsýn
Ásbjörn Ólafsson ehf.

Velunnarar LH:
Hraunhamar - gaf öll verðlaun mótsins
Drífa Dan - sá um glæsilega umgjörðina og verðlaunaborða
Dómarar og tímaverðir gáfu sína vinnu
Fönn - hreinsun á fatnaði landsliðsins
Auðsholtshjáleiga / Horseexport.is 
Litla-Tunga - Vilhjálmur Þórarinsson
Prentsmiðjan Rúnir
Afrekshópur LH - seldi happdrættismiða
Landsliðsknapar - sýningaratriði

Einnig gáfu ríflega sjötíu stóðhestseigendur/forráðamenn folatolla og það er ómetanlegur stuðningur við íslenska landsliðið í hestaíþróttum. 

Landsliðsnefnd LH þakkar stuðninginn við viðburðinn og óskar öllum gleðilegra páska!

allra sterkustu