Bikarkeppni LH

20.04.2014
Bikarkeppni LH mun fara fram 23. – 24. apríl næstkomandi í reiðhöllum hestamannafélaganna Fáks og Spretts. Fyrri daginn verður forkeppni á báðum stöðum en seinni daginn munu öll úrslit fara fram í nýrri glæsilegri reiðhöll Spretts. Keppt verður í T3, V2 og F2 í fullorðins-, og ungmenna- og unglingaflokki.

Bikarkeppni LH mun fara fram 23. – 24. apríl næstkomandi í reiðhöllum hestamannafélaganna Fáks og Spretts. Fyrri daginn verður forkeppni á báðum stöðum en seinni daginn munu öll úrslit fara fram í nýrri glæsilegri reiðhöll Spretts. Keppt verður í T3, V2 og F2 í fullorðins-, og ungmenna- og unglingaflokki. 

Keppt verður eftir lögum og reglum LH. A-úrslit verða í öllum flokkum og einnig B-úrslit þar sem þátttakendur í forkeppni eru 20 eða fleiri. Sigurvegari hverrar greinar í hverjum flokki hlýtur titilinn Bikarmeistari 2014. 

Tilhögun um val á keppendum verði eftirfarandi:

  1.  Hestamannafélögin byggi á þeim mótum sem fyrir eru ef kostur er.
  2.  Hestamannafélögin saman eða ein og sér setji upp úrtökur fyrir sína keppendur eftir aðstæðum á hverjum stað og fjölda félaga.

 

Lagt er til að svæðin verði eftirfarandi og fjöldi keppenda frá hverju svæði.

  1. Hestamannafélögin á Vesturlandi sendi                          4. Keppendur í hvern flokk.
  2. Hestamannafélögin í Húnavatnssýslu sendi                    2.        --------------
  3. Hestamannafélögin í Skagafirði og Siglufirði                   3.        -------------
  4. Hestamannafélögin í Eyjafirði og Þingeyjars.                  4.        --------------  
  5. Hestamannafélögin á Austfjörðum og Hornafirði          2.         --------------
  6. Hestamannafélögin í  Skaftafellsýslu (Kópur-Sindri)      1.        --------------
  7. Hestamannafélagið Geysir í Rangárvallasýslu                 3.        -------------
  8. Hestamannafél. Smári,Trausti, Logi í Árnessýslu             2.       -------------
  9. Hestamannafél. Sleipnir, Ljúfur, Háfeti í Árnessýslu       3.      ---------------
  10. Hestamannafélögin Brimfaxi og Máni                               2.       ---------------
  11. Hestamannafélagið Sörli og Sóti                                                  4.        --------------
  12. Hestamannafélagið Sprettur                                               4.        --------------
  13. Hestamannafélagið Hörður og Adam                                3.         -------------
  14. Hestamannafélagið Fákur                                                    5.         -------------

Samtals væru því 42 keppendur í hverri grein ef full þátttaka næst. Skráning fer fram í gegnum Sportfeng og verður dagana 14. -22. apríl og verður skráningargjaldið kr. 5.000.  Slóðin er http://skraning.sportfengur.com/

Allar nánari upplýsingar gefur skrifstofa LH. 

Formenn eru hvattir til að taka vel í þessa frumraun og vísi að mótaröð sem vonandi á eftir að þróast farsællega í höndum LH og hestamannafélaganna í landinu, þar sem keppt verður á grundvelli félaganna. 

Stjórn LH