Blæs menn bíða átekta

07.01.2009
„Það verður byggð reiðhöll á Kirkjubólseyrum. En eins og staðan er núna þá teljum við hyggilegast að bíða fram á vorið með hefja framkvæmdir. Við viljum sjá fyrir endann á þessu áður en við hefjumst handa,“ segir Vilberg Einarsson, formaður Blæs á Norðfirði.„Það verður byggð reiðhöll á Kirkjubólseyrum. En eins og staðan er núna þá teljum við hyggilegast að bíða fram á vorið með hefja framkvæmdir. Við viljum sjá fyrir endann á þessu áður en við hefjumst handa,“ segir Vilberg Einarsson, formaður Blæs á Norðfirði.„Það verður byggð reiðhöll á Kirkjubólseyrum. En eins og staðan er núna þá teljum við hyggilegast að bíða fram á vorið með hefja framkvæmdir. Við viljum sjá fyrir endann á þessu áður en við hefjumst handa,“ segir Vilberg Einarsson, formaður Blæs á Norðfirði.

Blær fékk 10 milljónir úr reiðhallarsjóði Guðna Ágústssonar á sínum tíma. Til viðbótar fékk félagið loforð frá ýmsum aðilum heima fyrir: Sveitarfélagið leggur fram 10 milljónir, Samvinnufélag útgerðarmanna 5 milljónir, Sparisjóðurinn 1 milljón, Síldarvinnslan 1200 þúsund og MCC gröfuþjónusta gefur jarðvinnunna. Ennþá telja Blæs menn sig vanta um 15 milljónir svo dæmið sé tryggt.

„Upphaflega sóttum við um styrk til byggingar reiðskála. Að betur athuguðu máli komust menn að þeirri niðurstöðu að æskilegt væri að byggja stærra. Nú eru á teikniborðinu reiðhöll sem er 22x50 metrar að flatarmáli. Við teljum að nágrannar okkar á nærliggjandi fjörðum muni koma til með að nýta höllina með okkur og þá þurfa þeir hesthúspláss. Það verður í enda hallarinnar. Einnig er gert ráð fyrir áhorfandapöllum. Við erum ennþá þeirrar skoðunar að þetta sé sú höll sem við viljum byggja. Það hlýtur að birta til í efnahagsmálunum með vorinu,“ segir Vilberg Einarsson.

Í Blæ eru 115 félagar. Þeim hefur fjölgað síðastliðin ár. Fólk sem er að byrja í hestamennsku hefur getað fengið leigð pláss á svæðinu fyrir sanngjarnt verð. Fjörutíu og fimm félagsmenn fóru í hefðbundinn áramótareiðtúr

Á myndinni eru nokkrir Blæs félagar við pallasmíði á Kirkjubólseyrum. Vilberg er lengst til vinstri.