Blikur á lofti í reiðhallar- málum Sleipnis

30.12.2008
Hestamannafélagið Sleipnir á Selfossi fékk 25 milljónir úr reiðhallarsjóði Guðna Ágústssonar. Áform voru uppi um að byggja risa reiðhöll í samstarfi við sveitarfélagið Árborg. Þær fyrirætlanir eru nú að engu orðnar.Hestamannafélagið Sleipnir á Selfossi fékk 25 milljónir úr reiðhallarsjóði Guðna Ágústssonar. Áform voru uppi um að byggja risa reiðhöll í samstarfi við sveitarfélagið Árborg. Þær fyrirætlanir eru nú að engu orðnar. Hestamannafélagið Sleipnir á Selfossi fékk 25 milljónir úr reiðhallarsjóði Guðna Ágústssonar. Áform voru uppi um að byggja risa reiðhöll í samstarfi við sveitarfélagið Árborg. Þær fyrirætlanir eru nú að engu orðnar.


„Staðan er svo sem ekki beisin í dag eins og allir vita,“ segir Guðmundur Lárusson, formaður Sleipnis. „Við þessar aðstæður munum við ekki fara út í neinar framkvæmdir nema sjá fyrir endann á þeim. Það er deginum ljósara að það verður ekkert af bygginu fjölnota húss eins og fyrirhugað var. Staða bæjarfélagsins er ekki sterk, en aðkoma þess er meginforsenda fyrir byggingu reiðhallar.“

- En eru engin tímamörg á styrknum frá landbúnaðarráðuneytinu? Verður kannski ekkert af reiðhallarbyggingu hjá Sleipni?

„Við eigum peningana í sjóði hjá landbúnaðarráðuneytinu og ég veit ekki til að það séu tímamörk á nýtingu þeirra. En upphæðin rýrnar að sjálfssögðu hratt við þessar aðstæður. Við höfum lagt til að byggð verði minni höll, sem muni nýtast Sleipni vel og einnig hrossabrautinni í FSu, sem við viljum styðja við bakið á. Við teljum að hún sé þýðingarmikil fyrir þetta svæði.

Við höfum kynnt hugmyndina fyrir bæjarstjórn Árborgar og bíðum eftir niðurstöðu í málinu; um hver aðkoma bæjarfélagsins yrði. Ég á von á því að hún liggi fyrir í næsta mánuði. Fyrr munum við ekki taka ákvörðun um hvort ráðist verður í framkvæmdir eða ekki,“ segir Guðmundur Lárusson.

Á myndinni eru nokkrir kunnir Sleipnisfélagar.