Bragi frá Kópavogi skiptir um eigendur og knapa

13.01.2009
Tryggvi Björnsson og Magnús Jósefsson í Steinnesi hafa keypt stóðhestinn Braga frá Kópavogi. Seljandi er Jónas Hallgrímsson á Seyðisfirði. Tryggvi hyggst beita Braga á keppnisvellinum á komandi keppnistímabili.Tryggvi Björnsson og Magnús Jósefsson í Steinnesi hafa keypt stóðhestinn Braga frá Kópavogi. Seljandi er Jónas Hallgrímsson á Seyðisfirði. Tryggvi hyggst beita Braga á keppnisvellinum á komandi keppnistímabili.Tryggvi Björnsson og Magnús Jósefsson í Steinnesi hafa keypt stóðhestinn Braga frá Kópavogi. Seljandi er Jónas Hallgrímsson á Seyðisfirði. Tryggvi hyggst beita Braga á keppnisvellinum á komandi keppnistímabili.

Bragi er undan hálfsystkinunum Geysi frá Gerðum og Álfadísi frá Kópavogi, sem bæði voru undan Ófeigi frá Flugumýri. Hann vakti mikla athygli á íshallarmótum þar sem hann gerði mikla lukku, þá foli á fimmta vetur. Hann er með allgóðan kynbótadóm, 8,18, og hefur fengið 9,0 fyrir tölt, fegurð, fet, hægt tölt og hægt stökk. Hann er með 7,5 fyrir skeið.

Tryggvi bindur vonir við að Bragi geti orðið skeinuhættur í fimmgangi og tölti, eins og einkunnir gefa til kynna. Hann segir að skeiðið sé mun efnilegra en hann reiknaði með. Bragi á 48 skráð afkvæmi. Þar af er eitt með dóm, Bjartey frá Úlfsstöðum, sem fékk 7,58 fjögra vetra.

Á myndinni er Bragi í keppni í Skautahöllinni í Reykjavík. Knapi Hans Kjerúlf.