Breytingar á landsliði Íslands

25.07.2013
Ekki með á HM. Mynd: Jonaz Fränden
Landsliðsnefnd LH og liðsstjóri íslenska landsliðsins tilkynna breytingar á landsliði Íslands í hestaíþróttum. Vegna veikinda getur Oliver frá Kvistum ekki tekið þátt í heimsmeistaramótinu í Berlín. Eigendur og dýralæknar tóku þessa ákvörðun með velferð hestsins í huga. Þetta eru slæmar fréttir fyrir íslenska liðið og knapa Olivers, Daníel Jónsson sem verður þar af leiðandi ekki með á HM.

Landsliðsnefnd LH og liðsstjóri íslenska landsliðsins tilkynna breytingar á landsliði Íslands í hestaíþróttum. Vegna veikinda getur Oliver frá Kvistum ekki tekið þátt í heimsmeistaramótinu í Berlín. Eigendur og dýralæknar tóku þessa ákvörðun með velferð hestsins í huga. Þetta eru slæmar fréttir fyrir íslenska liðið og knapa Olivers, Daníel Jónsson sem verður þar af leiðandi ekki með á HM.

Inn í liðið kemur því varahestur og það er Hetta frá Ketilsstöðum undir stjórn Hauks Tryggvasonar. Haukur og Hetta hafa verið að gera það gott í keppnum síðustu misserin og unnu þau m.a. fimmganginn á þýska meistaramótinu á dögunum. Haukur mun verða skráður í F1, T1 og gæðingaskeið.

Önnur breyting verður á liði Íslands, en Eyjólfur Þorsteinsson mun fara með Kraft frá Efri-Þverá en ekki Spyrnu frá Vindási. Kraftur er búinn að vera varahestur Eyjólfs í gegnum þetta ferli og nú er komið í ljós að hann mun þurfa að skipta um hest þar sem Spyrna er með áverka á fæti sem trúnaðardýralæknir liðsins telur það alvarlegan að ekki sé skynsamlegt að fara með hana út. Eyjólfur verður skráður í F1, T2 og skeiðgreinar á Krafti.

Fall er fararheill og liðið mun vonandi einungis eflast við þessi skakkaföll.

Landsliðsnefnd LH og liðsstjóri óska eigendum og knapa Olivers góðs bata honum til handa og sömuleiðis Spyrnu frá Vindási.

Liðsstjóri og landsliðsnefnd LH