Breytingar á skrifstofu LH

05.11.2019
Frá vinstri: Hjörný Snorradóttir, Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir, Berglind Karlsdóttir

Á skrifstofu LH starfar öflugt teymi starfsmanna en 1. nóvember urðu nokkrar breytingar.

Berglind Karlsdóttir er nýr framkvæmdastjóri LH, Berglind hefur starfað sem verkefnastjóri á skrifstofunni frá því í janúar 2019. Hjörný Snorradóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri er tekin við starfi verkefnastjóra, Hjörný hefur starfað á skrifstofunni síðan í júní 2017. Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri afreksmála í 70% starfshlutfalli til eins árs, Vilfríður hóf störf í júní 2019 í sumarafleysingum.

Skrifstofa LH er til stuðnings og þjónustu við stjórn og nefndir en ekki síður fyrir Hestamannafélögin í landinu. Verkefni skrifstofunnar eru mörg og fjölbreytileg, auk daglegs amsturs eru stór verkefni í gangi, t.d. er í undirbúningi hæfileikamótun 14-17 ára unglinga sem mun hefjast um áramót, verið er að vinna að afreksstefnu og stefnumótun LH, FEIF-þing verður haldið í Hveragerði í lok janúar og margt, margt fleira.

Skrifstofan er opin frá kl. 9 til 16.
Sími: 514 4030, netfang: lh@lhhestar.is.