Brokkreið vandast

06.11.2008
Knapar í úrslitakeppni í A flokki þurfa framvegis að vanda sig meira á brokki en hingað til. Samþykkt var tillaga keppnisnefndar LH sem felur í sér breytingar á reglum þar að lútandi. Tillagan er byggð á tillögu frá Fáki sama efnis.Knapar í úrslitakeppni í A flokki þurfa framvegis að vanda sig meira á brokki en hingað til. Samþykkt var tillaga keppnisnefndar LH sem felur í sér breytingar á reglum þar að lútandi. Tillagan er byggð á tillögu frá Fáki sama efnis.Knapar í úrslitakeppni í A flokki þurfa framvegis að vanda sig meira á brokki en hingað til. Samþykkt var tillaga keppnisnefndar LH sem felur í sér breytingar á reglum þar að lútandi. Tillagan er byggð á tillögu frá Fáki sama efnis.

Hvatinn að tillögunni er sá að fram til þessa hefur dugað að sýna tvær heilar langhliðar á brokki, af þeim fjórum hringjum sem að jafnaði eru riðnir, til að hljóta fullnaðareinkunn. Brokksýningar í úrslitum í A flokki hafa oft á tíðum verið mjög óöruggar, jafnvel í B flokki líka. Útlendingar á LM2008 voru til að mynda mjög hissa að sjá hesta í gæðingakeppni sem brokkuðu lítið fá hærri einkunnir en þeir sem brokkuðu af öryggi. Með breygingunni er reglan um brokk skilgreind á sama hátt og tölt. Setningin um að tvær langhliðar dugi er felld út. Gangöryggi er þar með orðið hluti af mati dómara á gangtegundinni.

Á myndinni er Gaumur frá Auðsholtshjáleigu á fallegu brokki. Knapi er Þórður Þorgeirsson.