Dagskrá og ráslistar Ískaldra töltdíva

18.02.2016

 

Viðburðurinn Ískaldar töltdívur verður haldinn í Samskipahöllinni í Spretti laugardaginn 20. febrúar.

Ráslistar

Dagskrá

Kl. 16:00 – Keppni hefst

  • T3 - Ungmennaflokkur
  • T7 - Minna vanar
  • T3 - Meira vanar
  • T1 - Opinn flokkur

Matarhlé

  • Sigga og Grétar á Sólvangi syngja nokkur vel valin lög
  • Veitingasala

Kl. 19:30 – A-úrslit

  • T3 - Ungmennaflokkur
  • T7 - Minna vanar
  • T3 - Meira vanar
  • T1 - Opinn flokkur

Glæsilegasta parið hlýtur Reflect ábreiðu frá Hrímni, gjöf frá Líflandi og iittala vasa frá Ásbirni Ólafssyni.

Sigurvegari opins flokks hlýtur þátttökurétt á Allra sterkustu 26. mars næstkomandi.

Veglegir verðlaunagripir og aukavinningar frá Líflandi verða afhentir keppendum í A-úrslitum.

Landsmót hestamanna gefur 4 vikupassa sem dregnir verða úr hópi þeirra sem keppa í úrslitum.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Landsliðsnefnd LH