Danir eru á uppleið í hestamennskunni

05.12.2008
„Danir eru vel ríðandi og hafa metnað í reiðmennsku,“ segir Erlingur Erlingsson, sem nú er í sinni fimmtu kennsluferð í Danmörku á þessu ári. „Þetta á við bæði um hinn almenna hestamann og atvinnumennina. Danir eru á uppleið.“„Danir eru vel ríðandi og hafa metnað í reiðmennsku,“ segir Erlingur Erlingsson, sem nú er í sinni fimmtu kennsluferð í Danmörku á þessu ári. „Þetta á við bæði um hinn almenna hestamann og atvinnumennina. Danir eru á uppleið.“„Danir eru vel ríðandi og hafa metnað í reiðmennsku,“ segir Erlingur Erlingsson, sem nú er í sinni fimmtu kennsluferð í Danmörku á þessu ári. „Þetta á við bæði um hinn almenna hestamann og atvinnumennina. Danir eru á uppleið.“

Erlingur er sjálfsagt þekktari sem afkastamikill tamningamaður og sýnandi kynbótahrossa heldur en reiðkennari. Hann hefur þó fært sig upp á skaftið í kennslunni síðastliðin ár. LH Hestar slógu á þráðinn til Erlings.

„Ætli séu ekki um sjö ár síðan ég fór að fara utan til að kenna. Þetta hefur aukist smátt og smátt. Það er gott að taka haustin í þetta þegar það er rólegra í tamingunum heima á Íslandi. Ég kenni mest í Danmörku en einnig í Þýskalandi, Noregi og Frakklandi.

Það er uppsveifla í Ísandshestamennskunni hér í Danmörku, þótt maður finni svo sem fyrir kreppunni hér líka. En þeir hafa keypt góð hross undanfarin ár og eru metnaðarfullir. Danmörk er líka tiltölulega lítið land miðað við mörg önnur þar sem Íslandshestamennska er stunduð. Það gerir samskiptin auðveldari, sem skiptir miklu máli. Að menn hafi félagsskap. Þá verður allt skemmtilegra,“ segir Erlingur.

 Á myndinni er Erlingur á stóðhestinum Grunni frá Grund.