Díva var allra sterkust

01.04.2012
Sara og Díva fagna með sigurhring / hkg
Það var mikið um dýrðir og glæsihesta á skautasvellinu í Laugardalnum í kvöld. Ráslistann prýddu Íslands-, Landsmóts- og heimsmeistarar síðasta árs, sem og sigurvegarar fyrri Ístölta. Það var mikið um dýrðir og glæsihesta á skautasvellinu í Laugardalnum í kvöld. Ráslistann prýddu Íslands-, Landsmóts- og heimsmeistarar síðasta árs, sem og sigurvegarar fyrri Ístölta.

Keppnin var gríðarlega spennandi allt til enda og líkt og í Meistaradeildinni í gærkvöldi, var það John Kristinn Sigurjónsson sem var hástökkvarinn og sá til þess að spennan hélst bæði í A- og B-úrslitum.

Það var sem sagt John Kristinn sem sigraði B-úrslitin á hryssunni Brynju frá Bakkakoti og tryggði sér þar með þátttöku í A-úrslitum.

Það var hörð baráttan á toppnum í A-úrslitunum. John og Brynja komu mjög fersk uppúr B-úrslitunum og voru efst eftir hægt tölt og hraðabreytingar. En á fegurðartöltinu sýndu Sara og Díva hvers vegna hryssan er með 10 fyrir tölt í kynbótadómi og seig framúr keppinautum sínum en þeir John og Eyjólfur á Háfeta voru ekki langt undan.

Úrslitin urðu því þau að Sara sigraði verðskuldað á Dívu, John og Eyjólfur urðu jafnir í 2.-3. sæti, Leó Geir á Krít varð fjórði og hjónin á Árbakka þau Hinrik og Hulda á þeim Smyrli og Sveig í 5. og 6. sæti.

A-úrslit
  1. Sara Ástþórsdóttir / Díva frá Álfhólum   8,83
  2. John Kristinn Sigurjónsson / Brynja frá Bakkakoti   8,72
  3. Eyjólfur Þorsteinsson / Háfeti frá Úlfsstöðum   8,72
  4. Leó Geir Arnarson / Krít frá Miðhjáleigu   8,56
  5. Hinrik Bragason / Smyrill frá Hrísum   8,50
  6. Hulda Gústafsdóttir / Sveigur frá Varmadal   8,39

B-úrslit
  1. John Kristinn Sigurjónsson / Brynja frá Bakkakoti   8,39
  2. Sigurður Óli Kristinsson / Þöll frá Heiði   8,17
  3. Árni Björn Pálsson / Fura frá Enni   8,06
  4. Jakob Svavar Sigurðsson / Eldur frá Köldukinn   8,00
  5. Frauke Schenzel / Gaumur frá Dalsholti   7,72