Dómaranámskeið í Gæðingalist

10.02.2023

LH auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að gerast gjaldgengir sem dómarar í Gæðingalist. Haldið verður dómaranámskeið í Gæðingalist þann 18. febrúar en þar munu koma saman dómarar sem hafa nú þegar dæmt greinina og setið dómarafræðslu í Gæðingalist síðastliðin ár og eru nú þegar gjaldgengir dómarar. Einnig viljum við bjóða áhugasömum aðilum að bætast í hópinn til að gerast dómarar í Gæðingalist. Til að geta skráð sig á námskeiðið þarf að hafa eftirfarandi hæfniskilyrði:

  • Lágmark FEIF Matrix Level 3 (Reiðkennari C/Bs í reiðmennsku og reiðkennslu) og
  • gæðingadómararéttindi og/eða íþróttadómararéttindi.

Til að hljóta dómararéttindi sem dómari í gæðingalist eru eftirfarandi kröfur:

  1. Taka þátt í dómaranámskeiði þann 18. febrúar
  2. Vera ritari á tveimur mótum í Gæðingalist (eða sitja með dómara), lágmark 40 hestar dæmdir samtals á þessum tveimur mótum
  3. Taka verklegt próf, þar sem þrjár sýningar eru dæmdar og einni er lýst í orðum
  4. Bóklegt próf úr reglum Gæðingalistar

Nánari upplýsingar um staðsetningu og tímasetningu verða gefnar út síðar.

Áhugsamir skrái sig hér.