Úrskurður aganefndar LH um Metamót Spretts felldur úr gildi

10.02.2021

Dómstóll ÍSÍ hefur kveðið upp dóm í máli Ara Björns Thorarensen gegn aganefnd LH og Landssambandi hestamannafélaga. Niðurstöður dómsins er að felld er úr gildi sú niðurstaða Aganefndar LH í máli 1/2020 frá 10. des. 2020 um að allur keppnisárangur af Metamóti Spretts 2020 skuli felldur út úr Sportfeng.

Í dómnum segir m.a. að þó að stjórn LH hafi ákveðið svigrúm til að bregðast við þegar ætla má að mót hafi ekki fullnægt grundvallarkröfum sem gerðar eru til þeirra, til dæmis með því að ógilda keppnisárangur af ólögmætu móti, beri að beita slíkri heimild af varfærni. Gera verði þá kröfu að brotið hafi verið alvarlegt og skerði trúverðugleika starfsins eða gangi gegn grundvallarreglum LH og ÍSÍ. Meðalhófssjónarmið og eðli máls, sem og sú almenna regla að íþyngjandi ákvarðanir skuli byggja á skýrum heimildum, komi í veg fyrir að lögmæti móts sé fellt úr gildi þegar langt er liðið frá móti.

 Dómurinn í heild.