Dregið um rásröð á HM og NM

03.11.2008
Jóhann Skúlason og Hvinur frá Holtsmúla gætu orðið fyrstir keppenda í rásröð í tölti á heimsmeistaramóti. Landsþing LH samþykkti tillögu frá Geysi þess efnis að LH leggi það fyrir aðalfund FEIF að dregið verði um rásröð keppenda á alþjóðlegum mótum.Jóhann Skúlason og Hvinur frá Holtsmúla gætu orðið fyrstir keppenda í rásröð í tölti á heimsmeistaramóti. Landsþing LH samþykkti tillögu frá Geysi þess efnis að LH leggi það fyrir aðalfund FEIF að dregið verði um rásröð keppenda á alþjóðlegum mótum.Jóhann Skúlason og Hvinur frá Holtsmúla gætu orðið fyrstir keppenda í rásröð í tölti á heimsmeistaramóti. Landsþing LH samþykkti tillögu frá Geysi þess efnis að LH leggi það fyrir aðalfund FEIF að dregið verði um rásröð keppenda á alþjóðlegum mótum.

Eins og reglurnar eru núna þá er dregið um röð þjóða. Hver þjóð fær nokkur sæti sem dreifist á rásröðina. Hver liðstjóri getur síðan raðað sínum liðsmönnum í rásröð eftir því sem heppilegast þykir. Lang oftast raðast sigurstranglegustu keppendurnir í hverri grein í síðustu sætin í rásröð, en þeir lökustu framarlega. Er þá gengið út frá því að almenna reglan sé sú að einkunnir hækki eftir því sem líður á keppnina.

Tillagan er svohljóðandi:
56. landsþing Landssambands hestamannafélaga haldið á Kirkjubæjarklaustri 24. og 25. október 2008 samþykkir að beina því til stjórnar LH að leggja fram tillögu á aðalfundi FEIF þess efnis að dregið verði um rásröð keppenda á alþjóðlegum mótum.

Í greinargerð með tillögunni segir:

„Oft hefur komið upp sú umræða að ekki sé sama hvar í rásröð keppendur lenda. Við teljum að slík umræða eigi ekki rétt á sér og að almenna reglan eigi að vera sú að dregið sé um rásröð á öllum mótum þar sem keppt er á íslenskum hestum.“