Dregið úr umsóknum ræktunarbúa

10.06.2008
Eins og fram hefur komið í fréttatilkynningu frá Landsmóti ehf. var þátttaka í skráningu ræktunarbúa á Landsmót 2008 mjög góð. Tuttugu ræktunarbú sendu inn umsókn en skv. venju eru það tíu bú sem koma fram í sýningu. Öll búin tuttugu sem sendu inn umsókn verðskulda það að koma fram á Landsmóti og var því ákveðið að draga úr innsendum umsóknum.Eins og fram hefur komið í fréttatilkynningu frá Landsmóti ehf. var þátttaka í skráningu ræktunarbúa á Landsmót 2008 mjög góð. Tuttugu ræktunarbú sendu inn umsókn en skv. venju eru það tíu bú sem koma fram í sýningu. Öll búin tuttugu sem sendu inn umsókn verðskulda það að koma fram á Landsmóti og var því ákveðið að draga úr innsendum umsóknum.

Eins og fram hefur komið í fréttatilkynningu frá Landsmóti ehf. var þátttaka í skráningu ræktunarbúa á Landsmót 2008 mjög góð.  Tuttugu ræktunarbú sendu inn umsókn en skv. venju eru það tíu bú sem koma fram í sýningu.    Öll búin tuttugu sem sendu inn umsókn verðskulda það að koma fram á Landsmóti og var því ákveðið að draga úr innsendum umsóknum.

Þau tíu ræktunarbú sem dregið var úr og öðlast þátttökurétt í sýningu á Landsmóti eru:

1.       Árbær

2.       Árgerði

3.       Blesastaðir

4.       Hafsteinsstaðir

5.       Kálfholt

6.       Kvistir

7.       Litli Dalur

8.       Lundar II

9.       Strandarhjáleiga

10.   Vakurstaðir

Ræktunarbúum áranna 2006 og 2007, þ.e. Feti og Auðholtshjáleigu er jafnframt boðin þátttaka þannig að í heild eru það tólf bú sem koma fram.  Mótstjórn Landsmóts þakkar öllum fulltrúum þeirra tuttugu ræktunarbúa sem sóttu um fyrir góðar umsóknir. Sýning ræktunarbúa hefur verið sett á dagskrá landsmóts,föstudaginn 4. júlí milli kl. 16:30 – 17:30.    www.landsmot.is