Dymbilvikusýning Gusts 2012

29.03.2012
Hin árlega Dymbilvikusýning Gusts fer fram kvöldið fyrir skírdag að venju, miðvikudaginn 4. apríl nk. kl. 20:30. Hin árlega Dymbilvikusýning Gusts fer fram kvöldið fyrir skírdag að venju, miðvikudaginn 4. apríl nk. kl. 20:30.

Meginþema sýningarinnar eru kynbótahross og meðal þess sem boðið er upp á verða stóðhestarnir Loki fá Selfossi og Barði frá Laugarbökkum, og ræktunarbúin Auðsholtshjáleiga, Austurkot, Árbæjarhjáleiga, Efri-Þverá, Gafl, Laugarbakkar, Hruni og Traðarland.

Hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu keppa líka sín á milli um hverjir eigi flottasta ræktunarhópinn og íþróttamaður Gusts verður heiðraður ofl. ofl. Veitingasalan á efri hæðinni verður opin og tilvalið að hitta sýnendur og ræktendur eftir sýningu og eiga góða stund saman. Miðaverð er aðeins kr. 1.500 og verða miðar seldir í forsölu í síma 865 9637 frá kl. 12 á sýningardaginn, húsið opnar kl. 19 og verða miðar seldir við innganginn.

Gustarar bjóða alla velkomna á þessa léttu og skemmtilegu sýningu - góð leið til að byrja páskafríið!