Dýrara að ríða í félagsbúningi!

04.11.2008
Fulltrúar á 56. landsþingi LH voru ekki tilbúnir til að samþykkja tillögu frá Gusti um að skylda alla knapa á löglegum mótum hestamannafélaganna innan LH til að nota félagsjakka [félagsbúninga]. Helstu mótrökin voru að félagsbúningar væru dýrir.Fulltrúar á 56. landsþingi LH voru ekki tilbúnir til að samþykkja tillögu frá Gusti um að skylda alla knapa á löglegum mótum hestamannafélaganna innan LH til að nota félagsjakka [félagsbúninga]. Helstu mótrökin voru að félagsbúningar væru dýrir.Fulltrúar á 56. landsþingi LH voru ekki tilbúnir til að samþykkja tillögu frá Gusti um að skylda alla knapa á löglegum mótum hestamannafélaganna innan LH til að nota félagsjakka [félagsbúninga]. Helstu mótrökin voru að félagsbúningar væru dýrir.

Marino Hákonarson, formaður Hendingar á Ísafirði, sagði að Hending hefði verið stofnuð sem klofningsfélag á sínum tíma vegna þess að fólk treysti sér ekki til að kaupa rándýra félagsbúninga. Sem þá hefðu kostað sama og góður hnakkur. Hann benti líka á að vandasamt hefði reynst á sínum tíma að finna nægilega marga liti á jakka handa öllum hestamannafélögunum.

Erling Sigurðsson tók í sama streng og sagði frá því að félagsjakkinn hans hefði óvart hlaupið í þvotti [knapinn gildnaði ekki!!!] og það væri stór biti að endurnýja. Það væri ekki stætt á því að skylda fólk til að keppa í félagsbúningum.

Haraldur Þórarinsson, formaður LH, benti á að allir sem kepptu á mótum þyrftu að klæðast fötum. Langflestir væru í fallegum reiðjökkum, þótt þeir væru ekki nærri alltaf félagsbúningur. Hann spurði hvort ódýrara væri að ríða í reiðbúningi sem væri ekki félagsbúningur.

Eftir nokkurt þref var samþykkt breytingartillaga og því beint til hestamannafélaganna að knapar klæðist félagsbúningi á opnum og löglegum stórmótum. Og undirstriki þannig þeir séu fulltrúar félags innan LH.

Á myndinni eru fulltrúar Léttis á Akureyri í félagsbúningi.