Einar Öder ráðinn liðstjóri

24.03.2009
Bjarnleifur Bjarnleifsson, formaður landsliðsnefndar, Einar Öder og Haraldur Þórarinsson, formaður LH, handsala ráðingarsamninginn.
Einar Öder Magnússon hefur verið ráðinn liðstjóri íslenska landsliðsins í hestaíþróttum fyrir HM2009 í Sviss. Einar Öder er þaulkunnugur öllum hnútum varðandi keppni í hestaíþróttum, bæði hér heima og erlendis. Hann hefur verið aðstoðarliðstjóri og/eða liðsmaður íslenska landsliðsins á Norðurlanda- og heimsmeistaramótum í meira en tvo áratugi, eða frá því á HM1987 í Austuríki. Einar Öder Magnússon hefur verið ráðinn liðstjóri íslenska landsliðsins í hestaíþróttum fyrir HM2009 í Sviss. Einar Öder er þaulkunnugur öllum hnútum varðandi keppni í hestaíþróttum, bæði hér heima og erlendis. Hann hefur verið aðstoðarliðstjóri og/eða liðsmaður íslenska landsliðsins á Norðurlanda- og heimsmeistaramótum í meira en tvo áratugi, eða frá því á HM1987 í Austuríki.

Einar hefur unnið til fjölmargra verðlauna fyrir Íslands hönd á erlendri grundu og á í fórum sínum níu gullverðlaun frá Norðurlandamótum. Einar Öder var liðstjóri íslenska landsliðsins á Norðurlandamótinu í Norgegi í fyrra.

Ráðning Einars kemur ekki á óvart, í framhaldi af því sem hér hefur verið rakið. Í raun bjuggust flestir við því að hann yrði fyrir valinu. En á hann von á því það verði einhverjar áherslubreytingar í vali á liðinu?

„Það er of snemmt fyrir mig að tjá mig um það. Ég hef einfaldlega ekki leyft mér að setja mig í þær stellingar. Ég var ekki ráðinn fyrr en í dag. Lykillinn að valinu er mjög svipaður og áður og hann hefur reynst farsæll. Þannig að ég á ekki von á neinum stórvægilegum áherslubreytingum. Ég vil þó geta þess að ég mun fljótlega auglýsa fund þar sem áhugasamir knapar eru hvattir til að koma og kynna sig. Ég held að það væri mjög vænlegt fyrir þá knapa eða geta fengið leiðbeiningu og aðstoð fram að úrtökunni. Ég hefði viljað sjá fjölmennara og stærra úrtökumót.“

En hver er þín tilfinning fyrir framboði knapa og hesta? Er hugsanlegt að efnahagsástandið hér heima og erlendis hafi áhrif á það?

„Ég hef góða tilfinningu fyrir því. Ég hef að vísu ekki kannað það formlega, en hef auðvitað nokkra innsýn í þennan heim. Heimsmeistararnir frá því síðast, Jóhann Skúlason og Beggi Eggertsson eru með sína hesta í góðu formi, þá Hvin og Lótus. Mér er kunnugt um það. Þórarinn Eymundsson og Sigursteinn Sumarliðason hafa hins vegar ekki tilkynnt á hvaða hestum þeir verða, enda ekki kominn eindagi á það.“

Það hefur verið uppgangur í hestamennsku og reiðmennsku á íslenskum hestum og það er ekki bóla. Sú þróun mun halda áfram. Góðir keppnishestar hafa alltaf selst fyrir gott verð og ég held að það sé engin hætta á gengisfellingu á því.

Það ætti að sjálfssögðu að vera æðsta takmark hvers knapa að komast í landslið Íslands í hestaíþróttum. Ég hvet alla metnaðarfulla knapa að setja sér það takmark. Ég vil benda þeim knöpum sem hyggja á úrtöku að sýna fyllstu fyrirhyggju. Það þarf nákvæman undirbúning til að komast með heilbrigðan, hraustan og vel þjálfaðan hest á leiðarenda. Og það er ekki síst mitt hlutverk; að aðstoða menn við það,“ segir Einar Öder.