Einkunnalágmörk fyrir Íslandsmót

10.03.2016
Flosi og Sigurbjörn.

, Það er parið, hesturinn og knapinn sem ná þurfa eftirfarandi lágmörkum. Vakin er athygli á því að einkunnir parsins mega vera allt að tveggja ára gamlar.

Tekin var ákvörðun um að setja þau þar sem gömlu meistaraflokkslágmörkin voru og eru þau sem hér segir:

  • Tölt T1 6,5
  • Fjórgangur V1 6,2
  • Fimmgangur F1 6,0
  • Tölt T2 6,2
  • Gæðingaskeið PP1 6,5
  • Fimi 5,5
  • 250 m skeið 26 sekúndur
  • 150 m skeið 17 sekúndur
  • 100 m skeið 9 sekúndur

Með keppniskveðju,
f.h.
Keppnisnefndar
Hulda Gústafsdóttir,
sportfulltrúi Íslands