Einungis konur í stjórn Ljúfs

17.02.2025

Fimmtudaginn 13. febrúar síðastliðinn fór fram aðalfundur hestamannafélagsins Ljúfs í Hveragerði. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf og var hann vel sóttur. Á fundinum var venju samkvæmt kosið í nýja stjórn, og fóru leikar svo að nú sitja einungis konur í aðal og varastjórn félagsins og er það í fyrsta sinn sem svo fer eftir okkar bestu vitund.

Í stjórn eru Ragnhildur Gísladóttir formaður endurkjörin. Auk hennar fengu kosningu í aðalstjórn Linda Sif Brynjarsdóttir sem var áður í varastjórn og Aníta Margrét Aradóttir. Fyrir sitja í stjórn Erla Björk Tryggvadóttir varaformaður og Cora Jovanna Claas gjaldkeri. Í varastjórn eru Yvonne Tix og Violetta Mogwitz og eru þær nýjar í stjórn Ljúfs.

Við óskum þessum öflugu konum til hamingju með kosninguna og góðs gengis í stöfum sínum fyrir félagið.