Einvaldur sló á létta strengi

22.07.2009
Íslenska landsliðið í hestaíþróttum fyrir HM 2009. Ljósmyndari Axel Jón Birgisson.
Kynning á íslenska landsliðinu í hestaíþróttum fór fram í gær, þriðjudaginn 21.júlí, í húsakynnum hestavöruverslunarinnar Líflands að Lynghálsi. Kynning á íslenska landsliðinu í hestaíþróttum fór fram í gær, þriðjudaginn 21.júlí, í húsakynnum hestavöruverslunarinnar Líflands að Lynghálsi.

Lífland hefur um árabil verið einn af aðilastyrktaraðilum íslenska landsliðsins og þar með gert Landssambandi hestamannafélaga fært að senda út landslið til þátttöku á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. Þessi stuðningur Líflands, sem og annarra styrktaraðila, er Landssambandi hestamannafélaga ómetanlegur.

Það var góð stemmning í verslun Líflands í gær og margt um manninn. Gestir og gangandi biðu spenntir eftir því að landsliðseinvaldur tilkynnti landsliðið. Létt var yfir einvaldinum þegar hann kynnti hvern knapann á eftir öðrum eins og honum einum er lagið. Einar sló á létta strengi er hann greindi frá uppruna og ættum hvers og eins knapa og taldi helstu áskorun landsliðsins á komandi heimsmeistaramóti vera með bæði Austur- og Vestur-Húnvetninga í liðinu.






Einar Öder, sem og hestamenn allir,  gerir miklar væntingar til liðsins sem hann segir einkennast af mjög keppnisreyndum einstaklingum en í liðinu eru fjórir núverandi heimsmeistarar. Það eru þeir Þórarinn Eymundsson, Jóhann Skúlason, Sigursteinn Sumarliðason og Bergþór Eggertsson.
Spennandi verður að fylgjast með gengi íslenska landsliðins á komandi heimsmeistaramóti og vonandi verða heimsmeistaratitlarnir sem flestir.

Styrktaraðilar íslenska landsliðsins í hestaíþróttum eru: LÍFLAND, TOYOTA, HERTZ, VÍS, ICELANDAIR, ICELANDAIR CARGO, MUSTAD OG LANDSBANKINN.